Laugardagur 23. mars 2019 kl. 10:00

Dagur kirkjutónlistarinnar verður haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn hér á landi laugardaginn 23. mars 2019. En slíkur dagur þar sem tónlist kirkjunnar er sett í forgrunn með ýmsum hætti, er vel þekktur hjá nágrannakirkjum okkar.
Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, Kirkjutónlistarráð, Félag íslenskra organista, Prestafélag Íslands og Tónskóli þjóðkirkjunnar standa saman að þessum degi og við hlökkum til að bjóða allt starfsfólk kirkjunnar og áhugafólk um trúartónlist, velkomið í Hjallakirkju. Dagskráin er öllum opin, en sérstaklega er vænst þátttöku starfsfólks kirkjunnar. Áhugaverðir fyrirlestrar, söngur nýrra sálma og kynning á nótnaútgáfu Skálholtsútgáfunnar er meðal þess sem er á dagskránni. Hægt er að vera með allan daginn eða hluta úr degi.
 
Biskup Íslands predikar í hátíðarmessu kl. 14.00, þátttakendur syngja og í lok messunnar verður veitt tónlistarviðurkenning þjóðkirkjunnar, Liljan, fyrir sérstakt framlag til kirkjutónlistarinnar.