Sunnudagur 8. desember 2019 kl. 20:00

Hinir árlegu Aðventutónleikar Kórs Hjallakirkju eru á sínum stað 2. sunnudag í aðventu, 8. desember kl. 20. Þar verða að vanda fluttar fallegar jólaperlur og við njótum þess líka að syngja öll saman nokkra góðkunna jólasálma. Til að kóróna stemninguna er boðið upp á kakó og piparkökur eftir tónleikana. Einsöngvari verður Einar Clausen, tenór, Stjórnandi er Lára Bryndís Eggertsdóttir. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.