Sunnudagur 28. apríl 2019 kl. 11:00

Hjallakirkja lætur ekki sitt eftir liggja! Við komum saman kl. 11 og hefjum daginn á stuttri helgistund áður en við örkum af stað með plokktangir og poka. Kirkjan á tangir til að lána, en takið gjarnan með ef þið eigið. Tilvalið að mæta með alla fjölskylduna! Svöngum og þreyttum plokkurum verður boðið upp á pizzur í lokin.